Við erum HSE Consulting

  • Eyþór Sigfússon

    Sími: 649 5035
    Tölvupóstfang: eythor(hjá)hse.is

    Eyþór er stofnandi HSE Consulting og starfar sem ráðgjafi. Hann er með meistaragráðu í umhverfisverkfræði frá Álaborgarháskóla og hefur unnið að innleiðingu ISO 9001, ISO 14001 og ISO 45001 við innlend og erlend stórfyrirtæki. Eyþór hefur verið í bransanum lengi en áður en HSE Consulting átti hug hans allan æfði hann meðal annars fótbolta með aðalliði Aston Villa og flakkaði um á þyrlu milli olíupalla í Norðursjó.

  • Lilja Rut Traustadóttir

    Sími: 698 1552
    Tölvupóstfang: lilja(hjá)hse.is

    Lilja starfar sem ráðgjafi. Hún er með meistaragráðu í næringarfræði og hefur auk þess starfsleyfi sem næringarfræðingur frá Heilbrigðisráðuneytinu. Hún býr að víðtækri reynslu í gæða-, umhverfis-, öryggis- og heilsumálum úr matvælaiðnaði og hefur þar meðal annars innleitt staðla og stýrt úttektum. Lilja hefur áður sinnt sjálfboðastarfi með hund hjá Rauða krossinum, kennt Zumba og æfði á píanó á yngri árum.

  • Þóra Kristín Sigurðardóttir

    Sími: 897 9582
    Tölvupóstfang: thora(hjá)hse.is

    Þóra starfar sem ráðgjafi. Hún er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun og hefur starfað við rannsóknir innan íslenska matvælageirans. Hún hefur meðal annars sérhæft sig í áskorunum við innleiðingu, breytingar- og gæðastjórnun sem og jafnréttismálum. ISO staðlarnir eru eitt af hennar sérsviðum. Þóra dúxaði Framhaldskólann á Húsavík á sínum tíma og æfði lengi fimleika við góðan orðstír.

  • Þorsteinn Stefánsson

    Sími: 659 4909
    Tölvupóstfang: thorsteinn(hjá)hse.is

    Þorsteinn starfar sem ráðgjafi. Hann er menntaður sem APME verkefnastjóri, býr að víðtækri reynslu af verklegum framkvæmdum og hefur starfað lengi við öryggis- og umhverfismál. Auk þess starfaði Þorsteinn sem slökkviliðsmaður árum áður en í því starfi þjálfaði hann einnig afganska slökkviliðsmenn og stýrði ferla- og áætlanagerð við flugvöllinn í Kabúl. Þorsteinn spilar á gítar og var um sinn liðtækur í hljómsveitum á Suðurnesjum.

  • Bjarnveig Birta Bjarnadóttir

    Sími: 611 9111
    Tölvupóstfang: birta(hjá)hse.is

    Birta er rekstrarstjóri fyrirtækisins og starfar sem ráðgjafi. Hún er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun ofan á bakkalárgráðu í markaðsmálum. Hún hefur meðal annars stundað rannsóknir á sjálfbærni í nýsköpun og á félagslegri sjálfbærni íslenska áliðnaðarins. Birta lærði raftónlist í Danmörku og starfaði um stund sem barþjónn á breskum bar við strendur Costa del Sol.

  • Dagbjört Halla Gunnarsdóttir

    Sími: 857 3100
    Tölvupóstfang: dagbjort(hjá)hse.is

    Dagbjört starfar sem þjónustufulltrúi. Hennar helsta markmið er að gleðja og einfalda líf viðskiptavina SSG á Íslandi. Dagbjört er Húsmæðraskólagengin en auk þess er hún menntuð sem félagsliði og hefur starfað við fjölbreytt þjónustu- og aðhlynningarstörf. Dagbjört æfði listdansskauta við góðan orðstír á sínum yngri árum en í dag þykir henni best að eyða frístundum í alvöru huggulegheitum með fjölskyldu sinni.

Við erum sérfræðingar í gæða-, öryggis-, umhverfis- og heilsumálum.