Gerum góða starfshætti betri

HSE stendur fyrir health, safety, environment, á íslensku ÖHU eða öryggi, heilsa og umhverfi. Ráðgjafar HSE Consulting vinna að greiningu, mótun og innleiðingu margvíslegra lausna á sviði stefnumótunar, sjálfbærni, samfélagslegrar ábyrgðar, ISO stjórnkerfa:

  • ISO staðall 9001:2015 Gæðastjórnun
  • ISO staðall 45001:2018 Öryggisstjórnun
  • ISO staðall 14001:2015 Umhverfisstjórnun

HSE leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og nálgast verkefni í takt við ólík markmið þeirra.

Okkar Þjónusta:

(Smelltu á myndirnar)
rory-hennessey-PBrovES5uuI-unsplash-300x200

Við sérhæfum okkur í stefnumótun og aðstoðum viðskiptavini að setja niður hlutverk, gildi, framtíðarsýn ásamt lykilverkefnum til næstu ára. Við leggjum mikla áherslu á skilvirka aðgerðaráætlun sem tryggir að vel takist við innleiðingu stefnu.

Stefnumótun
Hlutverk, gildi og framtíðarsýn
ISO 26000

Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð verður sífellt mikilvægari þáttur í starfsemi fyrirtækja. Við aðstoðum viðskiptavini við innleiðingu sjálfbærni viðmiða ESG, GRI ásamt heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna – SDG á einfaldan hátt og leiðbeinum með hvaða hætti fyrirtæki geta lagt sitt af mörkum til betra samfélags og dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

ISO 26000:2010
Sjálfbærni og Samfélagsleg ábyrgð
ISO Samþætt

Við sérhæfum okkur í að samþætta og einfalda ISO stjórnkerfi. Nýjustu útgáfur staðlanna tryggja veruleg samlegðaráhrif milli staðlanna. Með samþættingu er hægt að spara mikla vinnu, tíma og fjármagn og tækifæri eru á mun einfaldara og skilvirkara stjórnkerfi sem gefur betri yfirsýn og skilar tilætluðum árangri.

Samþætt
ISO Stjórnkerfi
ISO staðall gæðastjórnun

Við aðstoðum viðskiptavini okkar að koma á fót og viðhalda öflugri gæðastjórnun með innleiðingu gæðastjórnunarkerfis ISO staðall 9001. Lykilþættir: hagsmunaaðilagreining, ánægja viðskiptavina, gæðastefna, gæðamarkmið, uppsetning skjala og ferla, stýring þjónustu og framleiðslu, birgjamat, frávik í þjónustu og framleiðslu.

ISO Staðall 9001:2015
Gæðastjórnun
ISO 14001:2015

Við aðstoðum viðskiptavini okkar að koma á fót og viðhalda öflugri umhverfisstjórnun með innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis ISO 14001. Lykilþættir: umhverfisstefna, lagalegar kröfur, umhverfisþættir, áhættumat umhverfismála, innri og ytri samskipti, viðbragðsáætlanir, mæliáætlanir og vöktun umhverfisþátta.

ISO 14001:2015
Umhverfisstjórnun
ISO 45001:2018

Við aðstoðum viðskiptavini okkar að koma á fót og viðhalda öflugri öryggistjórnun með innleiðingu öryggisstjórnun ISO 45001. Lykilþættir: öryggisstefna, lagalegar kröfur, áhættumat öryggismála, samvinna, þátttaka starfsmanna, markmið, öryggisnefndir, hæfni og þjálfun, öryggisreglur, innkaup og verktakastjórnun, neyðaráætlanir, atvikastjórnun.

ISO 45001:2018
Öryggisstjórnun
ISO 31000

Við sérhæfum okkur í áhættustýringu sem uppfyllir aðferðafræði ISO 31000 Risk Management. Við skilgreinum lykiláhættuþætti sem eiga við ólíka starfsemi og leggjum áherslu á einfalt áhættumat sem nýtist sem úrbótaverkfæri innan starfseminnar í formi aðgerðaáætlunar.

ISO 31000: 2018
Áhættustjórnun
HSE Outsource HSE Consulting

HSE Consulting býður uppá gæða-, öryggis- og eða umhverfisstjóra til leigu. Slíkt fyrirkomulag hefur reynst fyrirtækjum vel. Útfærslan er sniðin að þörfum viðskiptavina. Stjórinn er með fasta viðveru á vinnustaðnum t.d. einn dag í viku og er hann kynntur innan fyrirtækisins og tekur þátt í verkefnum í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk.

Til leigu
Gæðastjóri, öryggisstjóri, umhverfisstjóri

HAFA SAMBAND

Heimilisfang:

Hlíðasmári 14, 201 Kópavogur

Símanúmer:

559 1000

Netfang:

hse@hse.is