Algengar spurningar

  • HSE Consulting er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í málaflokkum heilsu-, öryggis-, gæða- og umhverfismála.

  • HSE stendur fyrir Health, Safety og Environment eða heilsa, öryggi og umhverfi. Við erum líka sérfræðingar í gæðamálum, þótt það standi ekki í nafninu okkar.

  • Frábært, við hlökkum til að vinna með þér! Endilega hafðu samband við okkur í síma 559-1000, á hse(hjá)hse.is eða fylltu út formið hér. Við bjóðum þér svo í kaffi, höldum stuttan kynningarfund þar sem við greinum vandamálin og eftir það getum við mótað samning.

  • Frábært spurning! Ráðgjafar okkar starfa eftir tímataxta sem ákvarðaður er samkvæmt reynslu hvers ráðgjafa og sérfræðings fyrir sig. Tímalengd samninga getur einnig haft áhrif á taxtann. Endilega hafðu samband við okkur fyrir nánari upplýsingar um kostnað og samninga.

  • Já, við bjóðum upp á öryggisstjóra til leigu. Hjá okkur starfa reynslumiklir sérfræðingar í öryggismálum sem fyrirtæki geta fengið sem sína starfsmenn í skemmri eða lengri tíma. Við tryggjum góða yfirsýn með þekktum kostnaði og útbúum einfaldan þjónustusamningsem aðlagaður er að þörfum viðskiptavina.

  • Já, þú ert sannarlega komin á réttan stað. HSE Consulting er umboðsaðili SSG en SSG bíður upp á öryggisnámskeið á netinu. Námskeiðin eru bæði grunnnámskeið í HSE málum en einnig geta fyrirtæki búið til sín sértæku námskeið sem byggja ofan á grunnnámskeiðin. Smelltu hér til að kynna þér SSG nánar eða hafðu samband við okkur á ssg(hjá)hse.is ef þú vilt fá ítarlegri kynningu.

    Fyrir utan SSG þjálfun hafa ráðgjafar HSE Consulting einnig mikla reynslu í utanumhaldi um vinnustofur fyrir leiðtoga í öryggismálum.

  • Við erum með þjónustusímann 857-3100. Þar svarar þjónustufulltrúi SSG og hennar meginmarkmið er að gera viðskiptavini SSG að ánægðustu viðskiptavinum í heimi. Þú getur einnig sent tölvupóst á ssg(hjá)hse.is ef erindið er ekki brýnt.

  • Já, við bjóðum upp á gæðastjóra til leigu. Hjá okkur starfa reynslumiklir sérfræðingar í gæðamálum sem fyrirtæki geta fengið sem sína starfsmenn í skemmri eða lengri tíma. Við tryggjum góða yfirsýn með þekktum kostnaði og útbúum einfaldan þjónustusamningsem aðlagaður er að þörfum viðskiptavina.

  • Já, hvort við getum! Við tökum gjarnan að okkur styttri verkefni. Endilega hafðu samband við okkur í síma 559-1000, á hse(hjá)hse.is eða fylltu út formið hér.

  • Já, heldur betur! Við erum oft á tíðum ráðgjafar í verkefnum sem spanna mörg ár. Þá bjóðum við viðskiptavinum oft að gera þjónustusamning. Endilega hafðu samband við okkur í síma 559-1000, á hse(hjá)hse.is eða fylltu út formið hér.

  • Skrifstofur okkar eru í Hlíðasmára 14 í Kópavogi en ráðgjafar okkar vinna með fyrirtækjum um allt land.

  • Já, við erum alltaf að leita af reynslumiklum og skemmtilegum ráðgjöfum til að koma og vinna hjá okkur. Verkefnin okkar eru mjög fjölbreytt og geta verið breytileg frá degi til dags, við þurfum því að vera nokkuð sveigjanleg. Endilega sendu okkur ferilskrá á töluvpóstfangið hse(hjá)hse.is. Við svörum öllum umsóknum.