Við erum þekkingardrifið ráðgjafafyrirtæki
Hjá okkur starfa sérfræðingar með áralanga reynslu í gæða-, öryggis-, umhverfis- og heilsumálum. Við erum sérfræðingar í verklegum framkvæmdum, breytingastjórnun, stefnumótun og innleiðingu stefnu. Í samvinnu við viðskiptavini okkar vinnum við að greiningu, mótun og innleiðingu margvíslegra lausna sem skilar fyrirtækjum skilvirkari, sjálfbærari og öruggari rekstri.
Þjónustan okkar
-
Við aðstoðum viðskiptavini okkar að koma á fót og viðhalda öflugri öryggismenningu með skilvirku áhættumati, innri öryggisúttektum og atvikastjórnun. Við leiðbeinum viðskiptavinum varðandi innleiðingu ISO 45001, markmiðasetningu, þátttöku starfsmanna, hæfni og þjálfun sem og gerð neyðaráætlanna.
Við bjóðum einnig upp á öryggisstjóra til leigu í skemmri eða lengri tíma.Viltu vita meira um okkar ráðgjöf í öryggisstjórnun? Smelltu hér.
-
Við erum sérfræðingar í ferlastjórnun. Við veitum fyrirtækjum ráðgjöf varðandi gæðastjórnun í þeim tilgangi að tryggja ánægju viðskiptavina þeirra. Fjölbreytt reynsla okkar í innleiðingu á ISO 9001 gæðastjórnunarstaðlinum tryggir stöðugar umbætur byggðar á ferlanálgun og þátttöku stjórnenda þvert á fyrirtæki.
Við bjóðum einnig uppá gæðastjóra til leigu í skemmri eða lengri tíma.
Viltu vita meira um okkar ráðgjöf í gæðastjórnun? Smelltu hér.
-
Við aðstoðum viðskiptavini að setja niður hlutverk, gildi og framtíðarsýn ásamt lykilverkefnum til næstu ára. Ólík markmið viðskiptavina stjórna nálgun en við leggjum mikla áherslu á skilvirka aðgerðaráætlun sem tryggir að vel takist við innleiðingu stefnu.
Viltu vita meira um okkar ráðgjöf varðandi stefnumótun? Smelltu hér.
-
Við komum á fót umhverfisstjórnun með innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis ISO 14001. Við aðstoðum viðskiptavini við gerð umhverfisstefnu, stillum upp markmiðum og áætlunum, förum yfir lagalegar kröfur og umhverfisþætti auk þess sem við framkvæmum áhættumat umhverfismála.
Viltu vita meira um okkar ráðgjöf í umhverfisstjórnun? Smelltu hér.
-
Samfélagsábyrgð er mikilvægur þáttur í rekstri fyrirtækja og ætti að vera leiðandi við mótun stefnu. Við aðstoðum viðskiptavini við innleiðingu sjálfbærni viðmiða og leiðbeinum með hvaða hætti fyrirtæki geta lagt sitt af mörkum til betra samfélags og dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum.
Viltu vita meira um okkar ráðgjöf varðandi samfélagsábyrgð? Smelltu hér.
Gildin okkar
Heilindi
Við vinnum af heilindum í
samskiptum okkar við
viðskiptavini og samstarfsfélaga.
Við erum heiðarleg og ábyrg.
Kjarkur
Við höfum kjark til að takast á við margvíslegar áskoranir og leiða breytingar.
Gæði
Við erum fagleg og leggjum okkur fram við að veita viðskiptavinum okkar gæða þjónustu.