UM HSE

HSE CONSULTING sérhæfir sig í ráðgjöf í vinnuverndar- og gæðamálum.

HSE stendur fyrir Health, Safety og Environment..Hér á landi nefnist HSE ýmist ÖHV, sem stendur fyrir Öryggi, Heilsu og Vinnuumhverfi, eða ÖHU – Öryggi, Heilsa, Umhverfismál. HSE býr yfir 15 ára reynslu á sviði HSE-mála og kappkostar að bjóða viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu og hámarksgæði samkvæmt bestu starfsvenjum (best practices) þessara málaflokka. Þess vegna hafa innlendir og erlendir viðskiptavinir treyst HSE til að leysa þær fjölmörgu áskoranir sem þeir standa frammi fyrir í vinnuverndar- og gæðamálum.

Eyþór Sigfússon

eythor@hse.is

+ 354 6495035


Eyþór er með Msc. í Umhverfisverkfræði frá Álaborgarháskóla og hefur unnið bæði hér heima og erlendis og hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á ISO stöðlunum: Gæðastjórnun ISO 9001, Umhverfisstjórnun ISO 14001 og Vinnuöryggi ISO 45001. Eyþór er stofnandi HSE Consulting og sinnir m.a. samþættingu stjórnkerfa, undirbúningi og innleiðingu á ISO stöðlum og ráðleggur fyrirtækjum og stofnunum um góða starfshætti og hvort eigi að fara í vottun á stöðlum. Kosti þess og galla. Eyþór leggur áherslu á að leysa áskoranir með því að innleiða bestu starfsvenjur á einfaldan, áhrifaríkan og skilvirkan hátt.

Eyþór hefur starfað í umhverfi verksmiðju og stóriðju sl. 15 ár þar sem mikil áhersla er lögð á orku- og umhverfismál, samfélaglslega ábyrgð ásamt öryggis- og heilbrigðismálum. Hann var framkvæmdastjóri hjá Rolls-Royce Power System forstöðumaður Rekstrarsviðs og EHS hjá Alvotech og ráðgefandi verkfræðingur hjá AF Decom í Noregi, og leiðtogi hjá Rio Tinto Alcan (ÍSAL ) í 8 ár.

J. Snæfríður Einarsdóttir

snaefridur@hse.is

+ 354 8511010


J. Snæfríður Einarsdóttir er með MS í stjórnun og stefnumótun, BA í sálfræði, 4.stig í vélstjórn og sveinspróf í vélvirkjun. Snæfríður tók við nýju starfi forstöðumanns öryggismála hjá HB Granda í byrjun árs 2016. Þar leiddi hún vinnuverndarstarf auk þess að koma að stefnumótun félagsins. Hjá HB Granda þróaði hún áfram aðferðir Vinnueftirlitsins við áhættumat starfa í nánu samstarfi við öryggisfulltrúa og stjórnendur fyrirtækisins.

Hún hefur setið í siglingaráði sem fulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Snæfríður kom að stofnun öryggishóps SFS, verkefnastýrði Öryggishandbók SFS (2017), auk þess að verkefnisstýra Öryggishandbók fyrir fiskiskip sem fyrirhugað er að komi út 2019. Snæfríður sat í stjórn Kvenna í Sjávarútvegi (KIS) árin 2016-2018. Snæfríður hefur meðal annars starfað sem stöðvarvörður hjá Landsvirkjun, sinnt eftirlitsstarfi í vinnuvéladeild Vinnueftirlitsins, unnið sem háseti, vélvirki og vélstjóri hjá Samherja.