UM HSE

Samfélagsleg ábyrgð (ESG, GRI, SDG)

Samfélagsleg ábyrgð og sjálfbærni á heimsvísu er okkur hugleikin, með fjölbreyttum hætti aðstoðum við fyrirtæki og stofnanir í stefnumótun og innleiðingu sjálfbærni í daglegan rekstur. Við aðstoðum viðskiptavini við að byggja upp fyrirtækjamenningu með sameiginlegri sýn á sjálfbæra þróun og samfélagslega ábyrgð.

HLUTVERK OKKAR:

AÐ VEITA FAGLEGA ÞJÓNUSTU Á SVIÐI STEFNUMÓTUNAR OG SJÁLFBÆRNI.

 

Gildin okkar eru

     Heilindi við vinnum af heilindum í samskiptum okkar við viðskiptavini og samstarfsfélaga. Við erum heiðarleg og ábyrg.

     Traust við byggjum upp traust með opnum samskiptum við viðskiptavini.

     Metnaður við erum metnaðargjörn og leggjum okkur fram í að aðstoða viðskiptavini okkar að bæta stöðugt frammistöðu og ná árangri til lengri tíma.

 

FRAMTÍÐARSÝN:

HSE CONSULTING ER FYRSTI KOSTUR VIÐSKIPTAVINA ÞEGAR KEMUR AÐ FAGLEGRI RÁÐGJÖF VARÐANDI STEFNUMÓTUN OG INNLEIÐINGU SJÁLFBÆRNI.

Mannauður

Hjá HSE Consulting starfa sérfræðingar sem búa yfir áratuga reynslu í gæða-, öryggis- og umhverfismálum. Við leggjum metnað í að bjóða viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu. Við höfum sérhæft okkur í að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að uppfylla skilyrði sem þeim eru sett með lögum og reglum á þessu sviði, ásamt því að innleiða stjórnkerfi samkvæmt alþjóðlegum stöðlum (ISO) og GRI, ESG og SDG viðmiðum.

GRI – Global Reporting Initative (Sjálfbærni viðmið)

ESG – Environmental Social Governance. Á íslensku UFS (Umhverfi, Félagslegir þættir og Stjórnarhættir)

SDG – Sustainable Development Goals (Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna)

Eyþór Sigfússon

eythor@hse.is

+ 354 6495035


Eyþór er með Msc. í Umhverfisverkfræði frá Álaborgarháskóla og hefur unnið bæði hér heima og erlendis og hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á ISO stöðlunum: Gæðastjórnun ISO 9001, Umhverfisstjórnun ISO 14001 og Vinnuöryggi ISO 45001. Eyþór er stofnandi HSE Consulting og sinnir m.a. samþættingu stjórnkerfa, undirbúningi og innleiðingu á ISO stöðlum og ráðleggur fyrirtækjum og stofnunum um góða starfshætti og hvort eigi að fara í vottun á stöðlum. Kosti þess og galla. Eyþór leggur áherslu á að leysa áskoranir með því að innleiða bestu starfsvenjur á einfaldan, áhrifaríkan og skilvirkan hátt.

Eyþór hefur starfað í umhverfi verksmiðju og stóriðju sl. 15 ár þar sem mikil áhersla er lögð á orku- og umhverfismál, samfélagsleg ábyrgð ásamt öryggis- og heilbrigðismálum. Hann var framkvæmdastjóri hjá Rolls-Royce Power System, forstöðumaður Rekstrarsviðs og EHS hjá Alvotech, ráðgefandi verkfræðingur hjá AF Decom í Noregi, og leiðtogi hjá Rio Tinto Alcan (ÍSAL ) í 8 ár.
Eyþór hefur lokið GRI Certified Training á vegum FBRH Consultants.

J. Snæfríður Einarsdóttir

snaefridur@hse.is

+ 354 8511010


J. Snæfríður Einarsdóttir er með MS í stjórnun og stefnumótun, BA í sálfræði, 4.stig í vélstjórn og sveinspróf í vélvirkjun. Snæfríður tók við nýju starfi forstöðumanns öryggismála hjá HB Granda í byrjun árs 2016. Þar leiddi hún vinnuverndarstarf auk þess að koma að stefnumótun félagsins. Hjá HB Granda þróaði hún áfram aðferðir Vinnueftirlitsins við áhættumat starfa í nánu samstarfi við öryggisfulltrúa og stjórnendur fyrirtækisins.

Hún hefur setið í siglingaráði sem fulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Snæfríður kom að stofnun öryggishóps SFS, verkefnastýrði Öryggishandbók SFS (2017), auk þess að verkefnisstýra Öryggishandbók fyrir fiskiskip. Snæfríður sat í stjórn Kvenna í Sjávarútvegi (KIS) árin 2016-2018. Snæfríður hefur meðal annars starfað sem stöðvarvörður hjá Landsvirkjun, sinnt eftirlitsstarfi í vinnuvéladeild Vinnueftirlitsins, unnið sem háseti, vélvirki og vélstjóri hjá Samherja.

Snæfríður hefur lokið GRI Certified Training á vegum FBRH Consultants.