HSE Consulting er umboðsaðili Standard Solutions Group (SSG) á Íslandi.

Það gleður okkur að geta staðfest að HSE Consulting er umboðsaðili Standard Solutions Group (SSG) á Íslandi. HSE Consulting hefur ætíð unnið að því að auka öryggisvitund og efla öryggismenningu á íslenskum vinnumarkaði sem leiðir til bætts árangurs í öryggismálum og dregur þar með úr öryggisatvikum og slysum. Undanfarin ár höfum við hjá HSE Consulting verið að leita að leið eða lausn sem myndi mæta áskorunum, kröfum, þörfum og væntingum íslensks vinnumarkaðar.

 • Lausn sem myndi nýtast öllum þeim sem er umhugað um velferð starfsmanna sinna.
 • Lausn sem auðvelt væri að deila og miðla mikilvægum hagnýtum upplýsingum.
 • Lausn sem myndi mæta þörfum erlendra starfsmanna og vera aðgengileg á þeirra tungumáli.

Eftir ítarlega leit að samstarfsaðila höfðum við hjá HSE Consulting samband við SSG. Sérfræðiþekking, reynsla og viðhorf SSG til öryggis eru í samræmi við markmið og framtíðarsýn okkar, sem og hversu vel umhverfi og menning SSG fellur að íslensku vinnu- og lagaumhverfi. Með nánu samstarfi við eigendur sína og sænsk iðnfyrirtæki hefur SSG í meira en 60 ár sérhæft sig í að bæta góða starfshætti í iðnaði með því að einbeita sér að sjálfbærni, öryggi og umhverfi

SSG Standard Solutions Group

SSG hefur samræmt sérfræðiþekkingu í iðnaði og þróað staðlaðar lausnir á algengum áskorunum. Með samvinnu tengslanets meira en 500 sérfræðinga vinnum við saman að því að bæta iðnaðinn. Sameiginleg þekking okkar og innsýn eru grundvallarundirstaða þeirrar þjónustu sem SSG býður upp á. Þetta hefur í för með sér víðtækt, heildstætt úrval af þjónustu, stöðlum og námskeiðum sem hjálpa til við að auka framleiðni, gera vinnuumhverfið öruggara og bæta sjálfbærni hjá verksmiðjum, verktökum og birgjum. SSG Safety er heildarlausn sem aðstoðar fyrirtæki við að bjóða upp á öruggari vinnustað fyrir þeirra eigin starfsmenn, verktaka þeirra og gesti. HSE Consulting er stoltur umboðsaðili SSG á Íslandi og við sjáum tækifæri í því að bjóða upp á margvíslegar SSG-lausnir fyrir íslenskan vinnumarkað á næstu árum.

öryggisupplýsingar

Þjónusta SSG á Íslandi

SSG Öryggisnámskeið fyrir Verktaka

SSG Öryggisnámskeið fyrir verktaka, er vefnámskeið fyrir verktaka um öryggi-, heilsu- og umhverfismál. Námskeiðið veitir grunnþekkingu og eykur öryggisvitund verktaka sem starfa oft í hættulegu umhverfi. Markmið námskeiðsins er að bæta öryggismenningu og þannig draga úr slysum á vinnustað.

Það tekur um það bil tvær klukkustundir að klára SSG Öryggisnámskeið fyrir verktaka. Hægt er að taka þjálfunina hvar sem er og hvenær sem er, svo lengi sem nettenging er í boði. Námskeiðinu lýkur með lokaprófi með SSG vottun og prófskírteini. Námskeiðið gildir í þrjú ár. Bæði verkkaupar og verktakafyrirtæki geta verið fullviss um að allir verktakar, hver sem starfsgreinahópur þeirra og þjóðerni er, hafa sama grunn að nauðsynlegri öryggisþekkingu áður en vinna hefst á verkstað.

SSG Öryggisnámskeiðið er krafa hjá fjölmörgum verksmiðjum í Svíþjóð og er nú aðgengilegt á íslensku, ensku og einnig er möguleiki á að bjóða upp á námskeið á eftirfarandi 18 tungumálum:

Sænsku, finnsku, norsku, dönsku, þýsku, pólsku, tékknesku, rússnesku, ítölsku, frönsku, spænsku, hollensku, flæmsku, mandarin, kínversku, króatísku, slóvakísku og litháísku.

Sumir viðskiptavinir okkar bjóða einnig upp á staðbundið SSG aðgangsnámskeið (SSG Entre). Námskeið sem er viðbót við grunnnámskeiðið til að miðla sértækum áhættuþáttum, staðháttum og hagnýtum upplýsingum til verktaka sinna.

Frekari upplýsingar um SSG Öryggisnámskeið fyrir verktaka hér.

öryggisupplýsingar

SSG On Site forritið (app)

SSG On Site er stafræn samskiptaþjónusta og forrit fyrir verkstaði. Forritið inniheldur öryggisupplýsingar, fréttir, kort, neyðarnúmer, samskiptaupplýsingar o.fl. – allt upplýsingar sem eru nauðsynlegar verktökum eða einstaklingum á verkstað. SSG On Site – forritið gerir verkkaupum mögulegt að miðla viðeigandi upplýsingum til allra hagsmunaaðila með skjótum hætti og safna öllum upplýsingum á einn stað. Það kemur í stað prentaðra upplýsinga, skapar öruggara vinnuumhverfi, bætir öryggismenningu ásamt því að bæta samskipti. Forritið er lykilþáttur í SSG öryggishugtakinu og er heildstæð lausn til að tryggja öryggi á vinnustöðum, bæði fyrir starfsfólk og einstaklinga sem heimsækja vinnustaðinn. Svo allir komist heilir heim að loknum vinnudegi!

SAMSKIPTAÞJÓNUSTA OG FORRIT

 • Þróað í samvinnu við iðnaðinn
 • Einföld, notendavæn þjónusta sem leiðir til aukinnar öryggishegðunar og öryggis.
 • Árangursríkt verkfæri sem gerir verkkaupum kleift að veita verktökum og öðrum utanaðkomandi gestum öryggisupplýsingar og aðrar praktískar upplýsingar.
 • Hraður, auðskilinn og greiður aðgangur fyrir verktaka í snjallsímunum þeirra.
 • Ókeypis að hlaða niður í App Store og Google Play.
 • > 50,000 notendur

ALLAR VIÐEIGANDI ÖRYGGISUPPLÝSINGAR Á EINUM STAÐ

 • Helstu tengiliðir á framkvæmdasvæðinu
 • Öryggisupplýsingar og viðeigandi leiðbeiningar um heilsu, öryggi og umhverfi
 • Viðvörun beint í forritið
 • Nýjustu fréttir og upplýsingaboð
 • Öryggisupplýsingar í gegnum QR-kóða
 • Kort sem sýnir áhugaverða staði eins og söfnunarstaði, hvar hjartastuðtæki eru o.þ.h.
 • SSG-áhættumat framkvæmt í appinu
 • Ýmis konar gátlistar
 • Atvikaskráningar

Forritið er mikilvægur þáttur SSG Safety hugmyndarinnar, um heildarlausn fyrir öruggari vinnustaði, bæði fyrir starfsmenn og þá sem heimsækja vinnustaðinn. Svo allir komist heilir heim að loknum vinnudegi! Hægt er að hlaða niður appinu án endurgjalds í  App Store (iOS) eða Google Play (Android).

Frekari upplýsingar um SSG On Site hér.

Dæmi um notendur SSG On Site:

öryggisupplýsingar
öryggisupplýsingar