REYNSLA HSE

HSE hefur yfir áratuga reynslu af HSE-málum og hefur unnið fyrir og með íslenskum fyrirtækjum og stórum alþjóðlegum fyrirtækjum erlendis á borð við Rolls-Royce, Rio Tinto(ISAL), Shell (Skeljungur), AF Decom og Alvotech, HB Granda, Landsvirkjun og Vinnueftirliti ríkisins. Þannig höfum við öðlast dýrmæta reynslu og þekkingu á að vinna við og innleiða bestu starfsvenjur. Hér fyrir neðan eru dæmi um nokkur verkefni sem HSE Consulting hefur unnið við:

Ábyrgð á þróun og innleiðingu og HSE-stjórnun fyrir erlend stórfyrirtæki með starfsstöðvar í Evrópu og Asíu.

Verkefnastjórnun fyrir nýja líftækniverksmiðju í Reykjavík. Að tryggja að fyrirtækið uppfylli íslensk lög og reglugerðir í uppbyggingarfasa og við rekstur. Að tryggja að starfsleyfi séu samþykkt. Að hanna HSE-kerfi í samræmi við ISO 14001 og OHSAS 18001.

HSE-áhættugreiningar í stórum verkefnum og framkvæmd hundraða áhættumata fyrir margskonar iðnað/atvinnugreinar á Íslandi og erlendis. Unnið með olíuiðnað (olíubirgðastöðvar, eldsneytisflutning), áliðnað, stórar og smáar byggingarframkvæmdir, olíuborpalla og niðurrif þeirra, vélaframleiðslu og líftækni/rannsóknarstofur.

Innleiðing á ISO 45001 Stjórnkerfi Vinnuöryggis.

Stjórnun verktaka / samningagerð. Þjónustusamningar.

Úttektir á olíuborpöllum og HSE-áætlanagerð.

Fyrsta byggingaverkefni á Íslandi til að hljóta vottun samkvæmt ISO 14001 og OHSAS 18001.

Undirbúningur og innleiðing á nýjum staðli ISO 9001: 2015.

Samþætting Stjórnkerfa ISO 9001:2015, ISO 14001:2015 og ISO 45001.