Stjórnkerfi ISO 9001:2015; ISO 14001: 2015; ISO 45001

Innri, Ytri málefni, Hagsmunaaðilagreining
Fyrir stjórnkerfi ISO 9001, ISO 14001 og ISO 45001 skal skilgreina innri og ytri málefni sem geta haft áhrif á tilætlaðan árangur stjórnkerfisins.  HSE notar PESTLE greiningu til að skilgreina málefnin.  Einnig skal skilgreina innri og ytri hagsmunaaðila fyrirtækisins og tryggja að þarfir þeirra og væntingar séu vel skilgreindar og samskipti við hagsmunaðila séu skýr.  Stjórnkerfi ISO 9001, 14001 og ISO 45001 skilgreinir umfang út frá málefnum og hagsmunaðilum fyrirtækja og stofnana.

Stefna.  Öryggismál, Umhverfismál og Gæðamál.
Mikilvægt er að tryggja skilvirka stjórnun Vinnuverndar-, Umhverfis- og  Gæðamála.  Einn allra mikilvægasti þáttur þess er að setja stefnu í þeim málum. Hún skal vera einföld, hnitmiðuð og sett fram af stjórnendum.  Stefnan skal vera sýnileg öllum starfsmönnum og vera leiðandi skjal  fyrir Vinnuvernd, Umhverfismál og Gæðasmál. HSE Consulting hefur skilgreint stefnur skv. kröfum í stjórnkerfi  ISO 9001,  ISO 14001 og ISO 45001 fyrir fjölda fyrirtækja bæði hérlendis og erlendis.

Lög og reglugerðir
Mikilvægt er að fyrirtæki/stofnanir haldi utan um þau lög og reglugerðir sem þau  þurfa að uppfylla. HSE Consulting hefur sett upp einfalt kerfi þar sem haldið er utan um rýni á lagaumhverfinu.  Einnig sérhæfum við okkur í að tryggja að öll tilskilin leyfi fyrir rekstur og framkvæmdir séu útbúin og send inn til umsagnar opinberra aðila.

Áhættumat
Við höfum mikla reynslu af áhættumati og höfum unnið mörg hundruð slík á ýmsum sviðum, t.a.m. í olíugeiranum, áliðnaði, stórum verkefnum, olíuborpöllum, gaskerfum, líftæknigeiranum og í störfum við framleiðslu stórra skipa- og landvéla. Til að tryggja bestu starfsvenjur og hámarka árangur leggjum við áherslu á að vinna áhættugreiningar með hagsmunaðilum hvers verks/fyrirtækis og höfum yfirgripsmikla þekkingu á slíku. Við beitum bestu starfsvenjum við áhættugreiningar og leggjum áherslu á einfaldleika og notagildi áhættumats. HSE notar aðferðarfræði ISO 31000 við áhættumat.

Markmiðasetning.  Öryggismál, Umhverfismál og Gæðamál.
HSE Consulting hefur unnið mikið með markmiðasetningar.  Markmiðasetning er mikilvæg til að hámarka árangur, tryggja skilvirka stjórnun og skýra stefnu fyrirtækisins.  Við leggjum áherslu á skýra og einfalda markmiðasetningu þar sem stjórnendur og starfsmenn vinna saman að settu markmiði. HSE Consulting veitir fyrirtækjum ráðgjöf varðandi markmiðasetningu byggt á stjórnkerfi ISO 9001, ISO 14001 og ISO 45001.

Þjálfun,  vitund og  hæfni
Stjórnkerfi ISO 9001, ISO 14001 og ISO 45001 gera kröfur um þjálfun, vitund og hæfni starfsmanna og verktaka til að sinna störfum sínum.  Einnig er í mörgum tilfellum lagaleg skylda að ganga úr skugga um að ákveðnir starfsmenn hafi hæfni til að sinna störfum sínum. HSE Consulting aðstoðar við þarfagreiningu fyrirtækja með tilliti til þjálfunar ásamt því hvernig auka skuli vitund starfsmanna varðandi Öryggismál, Umhverfismál og Gæðamál.

Verktakastjórnun
Stjórnun verktaka gegnir mikilvægu hlutverki í daglegum rekstri og verkefnum fyrirtækja.  Skilvirka verktakastjórnun þarf til að tryggja ásættanlega frammistöðu þeirra í öryggismálum, umhverfismálum og gæðamálum.  Mikilvægt er að tryggja skuldbindingu verktaka til málaflokkanna frá upphafi verks og því skulu kröfur verkkaupa vera skýrar frá upphafi.  Út frá bestu starfsvenjum, þá skilgreinir HSE feril verktakastjórnunnar með það að markmiði að þekkja áhættur verksins og að tryggja að skilvirkar ráðstafanir séu til staðar til að tryggja öryggi starfsmanna, heilbrigði þeirra og vernd umhverfisins.

HSE tryggir að reglur 547/1996 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir á byggingarvinnustöðum og við aðra tímabundna mannvirkjagerð séu uppfylltar í verktakastjórnun.

HSE veitir ráðgjöf við gerð Gæðastjórnunarkerfis skv. kröfum Mannvirkjastofnunar.

Samskipti / samráð
Hvernig fara þau fram? Hvernig vill fyrirtækið ná til starfsmanna? Þetta er mikilvægur þáttur í HSE-stjórn fyrirtækja. Það er ekki líklegt til árangurs að geyma gögn, t.a.m stefnu, áhættumat  og verklagsreglur, ofan í skúffu. Tryggja þarf að starfsmenn hafi greiðan aðgang að þessum gögnum og séu upplýstir um hvers sé vænst af þeim til að ná þeim árangri sem fyrirtækið hefur sett sér. HSE Consulting veitir ráðgjöf við upplýsingagjöf til starfsfólks. Í vinnuverndarlögum 46/1980 er krafa um öryggisnefnd.  Öryggisnefnd er upplagður vettvangur til að ræða HSE-mál, þar sem öryggisfulltrúar og öryggistrúnaðarmenn fyrirtækisins skipa nefndina.  HSE Consulting setur upp öryggisnefndir fyrirtækja og getur tekið þátt í að stýra nefndinni og verkefnisstýra úrbótum sem samþykkt hefur verið að ráðast í.

Ferlar, verklagsreglur, vinnulýsingar,  leiðbeiningar og verkleyfi
HSE Consulting hefur mikla reynslu af skilgreiningu ferla verklagsreglna og vinnulýsinga. Við leggjum áherslu á einfaldleika og notagildi í stað skrifræðis og stórra, þungra skjala. HSE hefur mikla reynslu af stjórnkerfi ISO 9001:2015; ISO 9001:2015 og ISO 45001. HSE hefur leggur áherslu á að samþætta stjórnkerfi til að einfalda uppbyggingu og skrifræði stjórnkerfa.  Við innleiðingu verklagsreglna beitum við bestu starfsvenjum og aðferðafræði, sem byggðar eru á reynslu frá ólíkum atvinnugreinum.  HSE hefur unnið mikið með PDCA ferilsnálgun skv stjórnkerfi ISO 9001:2015, ISO 14001:2015 og ISO 45001 og skilgreinir lykilferla fyrir fyrirtæki.  HSE veitir ráðgjöf um það hvenær þarf að skrifa feril og hvenær er nægjanlegt að hafa skjal eða skrá í stað ferils.

Rekstrarsamfellustjórn (Business Continuity), neyðarstjórn (Crisis Management) og viðbragðsáætlanir (Emergency Response)
 HSE Consulting hefur mikla reynslu af uppsetningu á slíkum áætlunum og af setu í neyðarvarnastjórnum og leggur því áherslu á að áætlanir séu hnitmiðaðar og einfaldar í notkun fyrir alla viðeigandi aðila.

Frávik, rýni atvika
Til að tryggja umbætur og stöðugan árangur er mikilvægt að starfsmenn hafi möguleika á að skrá frávik og atvik sem kunna að eiga sér stað hjá fyrirtækinu. HSE Consulting hefur hannað slík kerfi og innleitt með góðum árangri. Lögð er áhersla á notagildi slíkra kerfa og að starfsmenn hafi góðan aðgang að einföldu kerfi til að skrá atvik. Mikilvægt er að stjórnendur taki slíkar skráningar föstum tökum og að úrbótum sé sinnt í ákveðinni forgangsröð út frá alvarleika, líkum og fjármunum. HSE Consulting hefur mikla þekkingu á rýni atvika og leggur áherslu á samvinnu starfsmanna og fyrirtækisins í slíkum tilfellum.

Innri úttektir
Mikilvægt er fyrir öll fyrirtæki að fara reglulega yfir frammistöðu sína í Öryggis- Umhverfis- og Gæðamálum. HSE Consulting getur sett upp innri úttektir  fyrir fyrirtæki og stofnanir. Úttektin tekur mið af bestu starfsvenjum og nýtist öllum fyrirtækjum sem stöðumat á vinnuverndar- og gæðamálum.  Út frá niðurstöðum úttekta gerir HSE Consulting tillögur að áætlunum fyrir fyrirtæki. Það getur verið fyrsta skrefið í átt að umbótum sem auka  vitund fyritækisins í vinnuverndar- og gæðamálum og munu leiða til betri árangurs.  HSE Consulting hefur einnig yfirgripsmikla þekkingu á ytri úttektum fyrir fyrirtæki í vottunarferli ISO 9001, ISO 14001 og  ISO 45001. Í slíkum vottunum og úttektum hefur HSE Consulting unnið með fyrirtækjum í fremstu röð, eins og DuPont og Det Norske Veritas.

Rýni Stjórnenda
Rýni stjórnenda er mikilvægur þáttur í stjórnkerfi fyrirtæki sem vilja ná árangri. Í rýni er hist reglulega (árlega í það minnsta) og farið yfir frammistöðu hvers árs og einnig sett markmið fyrir næsta ár og farið yfir sértækar aðgerðir ef svo ber undir. HSE Consulting hefur stýrt og tekið þátt í fjölda rýnisfunda.