HSE Consulting sinnir þjónustu á eftirfarandi starfssviðum:

 

Stefnumótun

Við nálgumst öll okkar verkefni með viðskiptavinum útfrá þeirra stefnu. Við sérhæfum okkur í stefnumótun og aðstoðum viðskiptavini okkar að setja niður hlutverk, gildi, framtíðarsýn ásamt lykilverkefni til næstu ára. Það er mikilvægt að vel takist við innleiðingu stefnu í kjölfar stefnumótunar, því leggjum við mikla áherslu á aðgerðaráætlun stefnu, oft einnig talað um sóknaráætlun. Í aðgerðaráætlun eru skilgreind lykilverkefni með mælikvörðum, tímasetningum og skilgreindum ábyrgðaraðila sem styðja við stefnu. Skýr stefna tryggir skilvirka stjórnun.

 

Sjálfbærni

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð verður sífellt mikilvægari þáttur í starfsemi fyrirtækja. Gæða-, umhverfis- og öryggismál skipta þar miklu máli. Við aðstoðum viðskiptavini við innleiðingu sjálfbærniviðmiða ESG, GRI og SDG á einfaldan hátt og leiðbeinum með hvaða hætti fyrirtæki geta lagt sitt af mörkum til betra samfélags og dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

 

Samþætt stjórnkerfi ISO

Við sérhæfum okkur í að samþætta og einfalda ISO stjórnkerfi. Innri og ytri málefni, hagsmunaaðilar, umfang stjórnkerfa, lykilferlar og -skjöl, ábyrgð og heimildir, markmiðasetning, breytingastjórnun, auðlindir (fjármagn, mannauðir, búnaður) innri og ytri úttektir, rýni stjórnenda, stöðugar umbætur.

 

 

Gæðastjórnun

Við aðstoðum viðskiptavini okkar að koma á fót og viðhalda öflugri gæðastjórnun innan starfseminnar með innleiðingu gæðastjórnunarkerfis ISO 9001. Lykilþættir sem eru skoðaðir og unnið með eru m.a. ánægja viðskiptavina, gæðastefna, gæðamarkmið, uppsetning skjala og ferla, stýring þjónustu og framleiðslu, birgjamat, frávik í þjónustu og framleiðslu.

 

 

Umhverfisstjórnun

Við aðstoðum viðskiptavini okkar að koma á fót og viðhalda öflugri umhverfisstjórnun innan starfseminnar með innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis ISO 14001. Lykilþættir sem eru skoðaðir og unnið með eru umhverfisstefna, lagalegar kröfur, umhverfisþættir, áhættumat umhverfismála, innri og ytri samskipti, viðbragðsáætlanir, mæliáætlanir og vöktun umhverfisþátta.

 

 

Öryggisstjórun

Við aðstoðum viðskiptavini okkar að koma á fót og viðhalda öflugri öryggistjórnun innan starfseminnar með innleiðingu öryggisstjórnunarkerfis byggt á  ISO 45001. Lykilþættir sem eru skoðaðir og unnið með eru öryggisstefna, lagalegar kröfur, áhættumat öryggismála, samvinna, samskipti og þátttaka starfsmanna, markmið, öryggisnefndir, hæfni og þjálfun, öryggisreglur, innkaup og verktakastjórnun, neyðaráætlanir, atvikastjórnun.

 

 

Áhættustjórnun

Við sérhæfum okkur í áhættustýringu með aðferðafræði ISO 31000, við höfum unnið hundruð slík á ýmsum sviðum, t.a.m. í olíugeiranum, áliðnaði, verklegum framkvæmdum, líftæknigeiranum, orkufyrirtækjum, flugvöllum, sjávarútvegi og framleiðslu skipa- og landvéla. Við skilgreinum lykiláhættuþætti sem eiga við ólíka starfsemi og leggjum áherslu á einfalt áhættumat sem nýtist sem úrbótaverkfæri innan starfseminnar í formi aðgerðaáætlunar.

 

 

Stjóri til leigu

HSE Consulting býður uppá gæða-, öryggi- og eða umhverfisstjóra til leigu.  Slíkt fyrirkomulag hefur reynst fyrirtækjum vel. Útfærslan er sniðin að þörfum viðskiptavina. Stjórinn er með fasta viðveru á vinnustaðnum t.d. einn dag í viku og er hann kynntur innan fyrirtækisins og tekur þátt í verkefnum í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk.